Erlent

Alþjóðasamfélagið mun svara

Bush vill tafarlaus viðbrögð Öryggisráðsins
Bush vill tafarlaus viðbrögð Öryggisráðsins MYND/AP

George Bush, Bandaríkjaforseti, fordæmdi kjarnorkutilraun N-Kóremanna í ávarpi fyrir stundu og sagði að alþjóðasamfélagið myndi bregðast við henni.

Bush sagði Norður Kóremenn einna stórtækasta allra þjóða í að flytja út skotflaugatækni, til dæmis til Íran og Sýrlands. Hann sagði að útflutningur á kjarnorkuþekkingu til annarra ríkja eða ríkisfangslausra aðila, teldist alvarleg ógnun við öryggi Bandaríkjanna og Norður Kórea yrði gerð fyllilega ábyrg fyrir því framferði.

Bush sagðist hafa rætt við leiðtoga Suður Kóreu, Rússlands, Kína og Japan, sem séu sammála um tafarlaus viðbrögð af hálfu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðannna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×