Innlent

Mörg hundruð manns tróðust undir

Að minnsta kosti áttatíu og átta manns létu lífið og yfir þrjú hundruð slösuðust þegar þeir tróðust undir í biðröð við leikvang í Manila, höfuðborg Filipseyja í morgun. Yfir tuttug þúsund manns biðu eftir að komast inn á leikvanginn en þar átti að taka upp vinsælan sjónvarpsþátt. Þegar byrjað var að hleypa inn, fannst einhverjum röðin ganga heldur hægt og byrjuðu margir að ýta á hana. Þá hrópuðu einhverjir, sprengja, og voru hlið leikvangarins lokuð. Byrjuðu menn þá að troðast með fyrrgreindum afleiðingum. Forseti Filipseyja hefur farið fram á rannsókn á orsökum slyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×