Innlent

Kjörsókn hefur farið rólega af stað

MYND/Stefán Karlsson

Kjörsókn hefur farið rólega af stað í prófkjöri Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Á Seltjarnarnesi er gerð atlaga að oddvitanum.

Hjá Samfylkingunni í Kópavogi er prófkjörið einungis fyrir flokksmenn. Þar eru 1200 á kjörskrá, auk nýskráninga sem eru um 500. Kosning hófst klukkan 10 í morgun og lýkur klukkan 20 í kvöld og ættu þá fyrstu tölur að liggja fyrir. Á tólfta tímanum voru um 100 búnir að kjósa. Tvennt gefur kost á sér í efsta sæti, Guðríður Arnardóttir og Jón Júlíusson, en leiðtogi flokksins í Kópavogi, Flosi Eiríksson gefur kost á sér í 4. sæti. 11 bæjarfulltrúar eru í Kópavogi og er Samfylkingin með 3 núna. Á Seltjarnarnesi velja sjálfstæðismenn sína bæjarfulltrúa einnig í dag. Þar hófst prófkjörið klukkan 9 og lýkur klukkan 6 og ættu fyrstu tölur þá einnig að liggja fyrir. Tæplega 1100 manns eru á kjörskrá, en á ellefta tímanum höfðu tæplega hundrað manns greitt atkvæði og um 90 manns utan kjörfundar. Sjö manns mynda bæjarstjórn á Seltjarnarnesi og er Sjálfstæðisflokkurinn með 4 bæjarfulltrúa og reyndar bæjarstjórann líka, Jónmund Guðmarsson, sem býður sig fram í fyrsta sæti, en það gerir einnig Bjarni Torfi Álfþórsson bæjarfulltrúi og gerir þannig atlögu að oddvita flokksins í bænum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×