Innlent

Gagnrýnir vændisfrumvarp dómsmálaráðherra

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingamaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir frumvarp sem hann kynnti fyrir ríkisstjórninni í gær, þar sem hvorki kaup né sala vændis er refsiverð. Ágúst vill að kaupendum vændis verði refsað, ekki seljendum.

Ágúst segir að frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra komi sér spánskt fyrir sjónir, því svo virðist vera sem Björn hyggist ekki ætla að taka mið af tillögum starfshóps sem skipaður var af honum til að skoða vændislöggjöfina, en starfshópurinn hafði ekki lokið störfum þegar dómsmálaráðherra kynnti frumvarpið. Ágúst á sæti í starfshópnum ásamt fleiri þingmönnum. Hann vill að vændiskaup verði refsiverð og farin verði svokölluð sænska leiðin í vændislöggjöfinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×