Innlent

Fimm umferðaróhöpp á Akureyri

Haglél varð til þessa að fimm umferðaróhöpp voru með skömmu millibili síðdegis í dag á Akureyri. Að sögn lögreglu byrjaði að snjóa og gekk á með éljum sem varð til þess að hálka myndaðist fljótt á vegum sem kom ökumönnum í opna skjöldu með fyrrnefndum afleiðingum. Engin slys urðu þó á fólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×