Innlent

Hönnun á tengingu Sundabrautar við Grafarvog er ekki hafin

Hönnun á tengingu Sundabrautar við Grafarvog er ekki hafin. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra greindi frá þessu í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrir stundu. Hann sagði hönnunin ekki geta hafist fyrr en samráðsferli við íbúa hefði farið fram og allri undirbúningsvinnu væri lokið.

Fyrirspyrjandi, Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki, spurði einnig hvort til greina kæmi að færa brautina út fyrir Hamarinn svo kallaða í Grafarvogi og sagðist ráðherra til í að líta til þess möguleika ef það myndi ekki leiða til frekari tafa á framkvæmdinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×