Innlent

Styrkir til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum

Styrkir til ættleiðinga gætu orðið að veruleika ef þingsályktunartillaga sem lögð var fyrir Alþingi verður samþykkt.



Guðrún Ögmundsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um styrki til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum. Segir í ályktuninni að Alþingi feli heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að setja reglur um styrki til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum. Lagt er til að styrkupphæðir og reglur taki mið af því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Jafnframt að styrkir verði greiddir eftir komu barns til landsins og verði skattfrjálsir.

Guðrún leggur til að Tryggingastofnun ríkisins hafi milligöngu um greiðslu styrkjanna, eins og um annan kostnað við meðgöngu og fæðingu sé að ræða, og sjái jafnframt um nánari útfærslu á styrkjum þessum.

Í greinargerð með ályktuninni kemur ma. fram að það sé ljóst að ekki geti allir eignast börn á hefðbundinn hátt. Ástæður þessa geti verið margvíslegar en séu oftast tengdar ófrjósemi. Ekki þurfi að fara mörgum orðum um það hvaða áhrif það geti haft á fólk sem á sér engan draum heitari en að eignast börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×