Innlent

Enn haldið sofandi

Jonathan Motzfeldt, formanni heimastjórnarinnar á Grænlandi, er enn haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann var fluttur til Íslands í gær vegna nýrnabilunar.

Hildur Tómasdóttir, settur yfirlæknir, segir ástand hans stöðugt. Hann sé talinn þjást af sýklasótt. Motzfeldt er einn kunnasti stjórnmálamaður Grænlands og hefur setið á grænlenska landsþinginu frá stofnun þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×