Innlent

Slasaðist alvarlega í bílveltu

Karlmaður um tvítugt slasaðist alvarlega í bílveltu í Fossvogi nú síðdegis. Maðurinn, sem var ökumaður bifreiðarinnar, gekkst undir aðgerð vegna brjóstholsáverka. Hann fer í aðgerð vegna tveggja brotinna hryggjarliða í kvöld eða á morgun en er ekki í lífshættu.

Maðurinn missti stjórn á bíl sínum þegar hann keyrði norður Kringlumýrarbraut og lenti á brúarstólpa göngubrúarinnar. Við það hvolfdi bílnum og lenti á þakinu. Annar karlmaður um tvítugt var í bílnum en sá slapp með minniháttar meiðsli.

Ábendingar hafa borist um að bílnum hafi verið ekið mjög greitt áður en slysið átti sér stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×