Innlent

Tekinn tvisvar á ellefu mínútum

Nítján ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á hálftíma á Akureyri. Allir voru á 50 kílómetra hraða eða meira þar sem er 30 kílómetra hámarkshraði. Einn þeirra sem lögreglan tók fyrir of hraðan akstur var stöðvaður aftur ellefu mínútum síðar og þá fyrir að tala í síma undir stýri.

Einn ökumannanna ók það hratt að hann má búast við að vera sviptur ökuréttindum. Alls hafa 29 ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×