Erlent

Grunur um fuglaflensusmit í Istanbúl

Starfsmaður tyrkneska landbúnaðarráðuneytisins eltist við fiðurfé.
Starfsmaður tyrkneska landbúnaðarráðuneytisins eltist við fiðurfé. MYND/AP

Tvö börn voru lögð inn á sjúkrahús í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag en óttast er að þau séu smituð af fuglaflensu. Enn á eftir að skera úr um hvort þar sé á ferðinni veira af H5N1-stofni en sé sú raunin er veikin komin fast að landamærum Evrópusambandsins. Austar í landinu voru nokkrir fluttir á sjúkrahús vegna gruns um smit og í borginni Van andaðist tólf ára gamall drengur úr veikinni. Rannsóknir á manni sem fluttur var á sjúkrahús í Belgíu í gær leiddu hins vegar í ljós að hann var ekki smitaður af fuglaflensu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×