Innlent

Landsframleiðsla eykst um 1,2% vegna Fjarðaáls

Áætlað er að landsframleiðsla aukist um allt að 1,2% þegar starfsemi álvers Alcoa Fjarðaáls hefst. Aukningin svarar um 12 milljörðum króna á ári. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif álverksmiðju á Reyðarfirði og greint er frá í fréttatilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli.  

 

 

Samkvæmt skýrslunni nemur heildarfjárfesting Alcoa Fjarðaáls vegna byggingar álversins á Reyðarfirði um 80 milljörðum króna. Það er um 15% af áætlaðri heildarfjárfestingu í landinu á þessu ári. Talið er að þessi fjárfesting leiki lykilhlutverk í hagvexti næstu ára.

 

 

Um 400 manns munu starfa hjá Alcoa Fjarðaáli þegar verksmiðjan tekur til starfa. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar má leiða að því líkur að heildarfjöldi starfa sem skapast muni fyrir hvert starf í álverinu verði um 930. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×