Innlent

Friðarverðlaun og friðarsúla í Viðey

Yoko Ono vill stofna alþjóðleg friðarverðlaun sem verða afhent á Íslandi. Þetta sagði hún á blaðamannafundi fyrir skemmstu. Þar lýsti hún því einnig hvernig hún sæi fyrir sér friðarsúlu sem hún vill koma upp í Viðey.

Súlan á að vera tíu til tólf metra hátt mannvirki, glært og lýst upp að innan. Einn möguleikinn sem Yoko sér við friðarsúluna er að fólk geti komið að henni í vikunni í kringum afmælisdag Johns heitins Lennons, eiginmanns hennar, og sett friðaróskir sínar í súluna.

Yoko Ono sagðist halda að hún ætti eftir að koma oft til Íslands aftur. Hún kom til landsins í gær og var farið með hana víða í Reykjavík til að skoða hvar best væri að setja upp friðarsúluna. Niðurstaðan var sú að það yrði best gert í Viðey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×