Inter samþykkir tilboð Newcastle

Ítölsku meistararnir Inter Milano hafa samþykkt 10 milljón punda tilboð enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle í sóknarmanninn Obafemi Martins og að sögn stjórnarformanns Newcastle er það nú alfarið í höndum hins 21 árs gamla framherja að klára að semja um kaup og kjör svo af félagaskiptum hans geti orðið.