Síversnandi ástand hjá hálfri milljón flóttamanna í Líbanon 20. júlí 2006 11:12 Gert að sárum fórnarlamba sprengjuárása í Líbanon. MYND/AP Hjálparsamtök vara við neyðarástandi meðal flóttamanna sem hafa hrakist frá heimilum sínum í Líbanon. Erfitt reynist að koma hjálpargögnum til þeirra þar sem sprengingar Ísraela hafa nær eyðilagt samgöngukerfið í Suður-Líbanon. Hálf milljón manna hefur flúið heimili sín vegna átakanna í Líbanon undanfarna daga. Margir þeirra hafast nú við í neyðarskýlum, við misgóðan aðbúnað.Hjálparsamtök segja ástandið fara versnandi með hverri klukkustundinni því illa gengur að færa mat og aðrar nauðsynjavörur til fólksins sem ekki hefur komist frá Suður-Líbanon.Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbor, segir árásir á almenna borgara í Líbanon, Palestínu og Ísrael hugsanlega geta flokkast sem stríðsglæpir. Hún minnti á að allir aðilar verði alltaf að gæta að hlutfallsreglunni: að bregðast ekki við með árásum sem eru mun harðari en upprunalega ástæðan gefur tilefni til. 300 Líbanar hafa fallið í loftárásum Ísraela og átökum við ísraelska hermenn á átta dögum, langflestir þeirra óbreyttir borgarar og 100 hafa fallið í valinn á Gaza og á Vesturbakka Jórdanar frá því Ísraelar hófu árásir þar í byrjun júlí.Gærdagurinn var sá alblóðugasti undanfarinna átta daga sem liðnir eru frá því árásirnar hófust. 64 féllu í valinn í Líbanon í gær, allir utan einn voru saklausir borgarar. Fjórir féllu í Ísrael á sama tíma. Ísraelar gerðu síðan 80 loftárásir í nótt og í morgun en mannfall í þeim árásum liggur ekki fyrir. Ísraelskar herflugvélar slepptu 23 tonnum af sprengiefni á bragga suður af Beirút í gærkvöldi vegna gruns um að þar hefðust við hátt settir menn innan Hisbollah. Skæruliðasamtökin neita því að nokkur hafi særst eða fallið í sprengingunni en orðrómur er samt á kreiki að Nasrallah, leiðtogi Hisbollah, hafi verið í húsinu þegar sprengjurnar féllu á það. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Hjálparsamtök vara við neyðarástandi meðal flóttamanna sem hafa hrakist frá heimilum sínum í Líbanon. Erfitt reynist að koma hjálpargögnum til þeirra þar sem sprengingar Ísraela hafa nær eyðilagt samgöngukerfið í Suður-Líbanon. Hálf milljón manna hefur flúið heimili sín vegna átakanna í Líbanon undanfarna daga. Margir þeirra hafast nú við í neyðarskýlum, við misgóðan aðbúnað.Hjálparsamtök segja ástandið fara versnandi með hverri klukkustundinni því illa gengur að færa mat og aðrar nauðsynjavörur til fólksins sem ekki hefur komist frá Suður-Líbanon.Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbor, segir árásir á almenna borgara í Líbanon, Palestínu og Ísrael hugsanlega geta flokkast sem stríðsglæpir. Hún minnti á að allir aðilar verði alltaf að gæta að hlutfallsreglunni: að bregðast ekki við með árásum sem eru mun harðari en upprunalega ástæðan gefur tilefni til. 300 Líbanar hafa fallið í loftárásum Ísraela og átökum við ísraelska hermenn á átta dögum, langflestir þeirra óbreyttir borgarar og 100 hafa fallið í valinn á Gaza og á Vesturbakka Jórdanar frá því Ísraelar hófu árásir þar í byrjun júlí.Gærdagurinn var sá alblóðugasti undanfarinna átta daga sem liðnir eru frá því árásirnar hófust. 64 féllu í valinn í Líbanon í gær, allir utan einn voru saklausir borgarar. Fjórir féllu í Ísrael á sama tíma. Ísraelar gerðu síðan 80 loftárásir í nótt og í morgun en mannfall í þeim árásum liggur ekki fyrir. Ísraelskar herflugvélar slepptu 23 tonnum af sprengiefni á bragga suður af Beirút í gærkvöldi vegna gruns um að þar hefðust við hátt settir menn innan Hisbollah. Skæruliðasamtökin neita því að nokkur hafi særst eða fallið í sprengingunni en orðrómur er samt á kreiki að Nasrallah, leiðtogi Hisbollah, hafi verið í húsinu þegar sprengjurnar féllu á það.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira