Innlent

Drekadans niður Laugaveginn í dag

Drekinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag
MYND/Stefán Karlsson

Kínversk-íslenska menningarfélagið og Félag Kínverja á Íslandi efndu til drekadans niður Laugaveginn í dag. Fjöldi manns var í göngunni en gengið var frá Hlemmi og að Ráðhúsi Reykjavíkurborgar þar sem sýndar voru kínverskar bardagalistir og kínverskar leikfimiæfingar.

Í tilefni kínverska ný ársins sem hefst á morgun sunnudaginn 29. janúar klukkan 14:15 að íslenskum tíma, samkvæmt hinu forna kínverska tímatali, var uppákoman haldin. Þrátt fyrir rigningarsudda og smá vind létu um 200 manns það sig ekki fá, og fylgdu drekanum að ráðhúsinu.

Drekinn sem er mikill í vexti lætur sé best líða í kringum mikinn mannfjölda og mikinn hávaða og því var fólk hvatt til að mæta hvað hvað það gæti til að búa til sem mestan gauragang.

Arnþór Helgason formaður Kínverk-íslenska menningarfélagsins segir að samskonar ganga hafi verið haldin í fyrra og eftir gönguna í dag vonar hann það drekangangan sé orðin árviss viðburður hér á landi. Arnþór segir að um 600 kínverjar séu á Íslandi og að kínverks menning sé að festa sig í sessi hér á landi og með slíkri uppákomu eins og var í dag séu kíverks-íslenska menningarfélagið og Félag kínverja að leggja áherslu á hið fjölmenningarlega samfélag sem nú hefur fest sig í sessi á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×