Miami Heat NBA-meistari í fyrsta sinn 21. júní 2006 05:30 Dwyane Wade, Pat Riley þjálfari og Shaquille O´Neal fagna hér meistaratitlinum í nótt. Riley vann sinn fimmta á ferlinum sem þjálfari, O´Neal sinn fjórða sem leikmaður - en Wade sinn fyrsta NordicPhotos/GettyImages Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi. Útlitið var ekki bjart fyrir Miami eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í Dallas, en liðið vann eftir það næstu fjóra og landaði titlinum í Dallas í nótt. Wade var stigahæsti maður vallarins sem fyrr og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 9 stig, en það skipti engu máli í gær frekar en fyrr - því Miami er sannarlega liðið hans Dwyane Wade. Þessi frábæri leikmaður er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti leikmaður heimsins og hefur unnið sinn fyrsta titil eftir þrjú ár í deildinni. Dallas hafði yfir í byrjun leiks í nótt, en náði aldrei að hrista af sér ákveðna gestina. Leikurinn var mjög fjörlegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tók taugastríðið við og bæði lið voru fjarri sínu besta. Rétt eins og áður í einvíginu var það þó snillingurinn Dwyane Wade sem gerði gæfumuninn, en ekki má þó gleyma framlagi þeirra Udonis Haslem og Alonzo Mourning. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, en var þó í raun nokkuð frá sínum besta leik eins og í síðustu leikjum. "Það eina sem ég er búinn að vera að reyna að gera í þessu einvígi er að sanna fyrir fólki að það hafi haft rangt fyrir sér," sagði Dwyane Wade eftir leikinn. "Fólk var að segja að ég gæti ekki skotið utan af velli - svo ég sýndi að ég gæti skotið utan af velli. Svo var sagt að ég gæti ekki spilað - og ég sýndi þeim að ég gæti spilað. Þetta er samt ekki spurning um að ég hafi sett strákana á bakið á mér og borið þá að þessum titli. Við fimmtán manna lið og gerðum þetta saman," sagði Wade og þakkaði öðrum fremur Guði almáttugum fyrir sigurinn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi. Útlitið var ekki bjart fyrir Miami eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í Dallas, en liðið vann eftir það næstu fjóra og landaði titlinum í Dallas í nótt. Wade var stigahæsti maður vallarins sem fyrr og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 9 stig, en það skipti engu máli í gær frekar en fyrr - því Miami er sannarlega liðið hans Dwyane Wade. Þessi frábæri leikmaður er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti leikmaður heimsins og hefur unnið sinn fyrsta titil eftir þrjú ár í deildinni. Dallas hafði yfir í byrjun leiks í nótt, en náði aldrei að hrista af sér ákveðna gestina. Leikurinn var mjög fjörlegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tók taugastríðið við og bæði lið voru fjarri sínu besta. Rétt eins og áður í einvíginu var það þó snillingurinn Dwyane Wade sem gerði gæfumuninn, en ekki má þó gleyma framlagi þeirra Udonis Haslem og Alonzo Mourning. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, en var þó í raun nokkuð frá sínum besta leik eins og í síðustu leikjum. "Það eina sem ég er búinn að vera að reyna að gera í þessu einvígi er að sanna fyrir fólki að það hafi haft rangt fyrir sér," sagði Dwyane Wade eftir leikinn. "Fólk var að segja að ég gæti ekki skotið utan af velli - svo ég sýndi að ég gæti skotið utan af velli. Svo var sagt að ég gæti ekki spilað - og ég sýndi þeim að ég gæti spilað. Þetta er samt ekki spurning um að ég hafi sett strákana á bakið á mér og borið þá að þessum titli. Við fimmtán manna lið og gerðum þetta saman," sagði Wade og þakkaði öðrum fremur Guði almáttugum fyrir sigurinn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn