Enski landsliðsframherjinn Michael Owen komst áfallalaust í gegn um æfingu hjá enska landsliðinu í dag og er landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson ekki í nokkrum vafa um að Owen verði búinn að ná sér þegar HM hefst í næsta mánuði.
"Owen verður búinn að ná sér fullkomlega fyrir HM, en ég veit ekki í hversu góðri leikæfingu hann verður," sagði Eriksson, en Owen hefur ekki spilað heilan leik síðan hann fótbrotnaði um áramótin.