Innlent

Sokurov hlaut heiðursverðlaun RIFF

Aleksandr Sokurov kvikmyndaleikstjóri
Aleksandr Sokurov kvikmyndaleikstjóri

Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov hlaut í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátiðar í Reykjavík. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir, afhenti verðlaunin við athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnagötu nú síðdegis. Sokurov fær verðlaunin fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmyndalistarinnar.

Sokurov er einn fremsti kvikmyndaleikstjóri samtímans og hefur á ferlinum sópað að sér verðlaunum á virtustu kvikmyndahátíðum í heimi, t.a.m. í Cannes, Berlín, Toronto, Locarno og á evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Þá var hann hátt skrifaður á áhrifaríkum lista Guardian yfir 30 bestu núlifandi kvikmyndaleikstjóra í heimimum. Sokurov hefur m.a. verið líkt við Andrey Tarkovsky, Werner Herzog og Ingmar Bergman. Hann hefur verið í fararbroddi á sviði stafrænnar kvikmyndagerðar

Sokurov mun einnig standa að masterklassa í hátíðarsal Háskóla Íslands laugardaginn 7. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×