Erlent

Dregur úr eldflaugaárásum Hisbollah

Ísraelsk kona horfir út um glugga á húsi sem hefur orðið fyrir sprengjubrotum.
Ísraelsk kona horfir út um glugga á húsi sem hefur orðið fyrir sprengjubrotum. MYND/AP

Að sögn ísraelskra heryfirvalda hefur nú dregið úr eldflaugaárásum Hizbollah yfir landamærin og telja Ísraelar að þeir hafi nú náð að eyðileggja talsverðan hluta af þeim eldflaugum og sprengjum sem Hizbollah hafði yfir að ráða.

23 hafa látist í loftárásum Ísraela í dag, þar á meðal níu manna fjölskylda þegar Ísraelar sprengdu hús fólksins í þorpinu Aitaroun í Suður-Líbanon. Þá létust tíu hermenn og 30 særðust í loftárás á herstöð. Moshe Kaplinski, varahershöfðingi í ísraelska hernum, segir nú að ekki sé hægt að útiloka að herinn ráðist inn í Líbanon með landherlið en hingað til hefur Ísraelsher einungis gert loftárásir.

Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hvöttu í gær öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að íhuga og taka ákvörðun um hvort hægt sé að senda alþjóðlegar friðargæslusveitir til Suður-Líbanons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×