Innlent

Maður fastur uppi í mastri hjá Fjarðaráli

Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að ná niður manni sem fastur er uppi í mastri í lóð Fjarðaráls á Reyðarfirði. Björgunarsveitarmenn frá Héraði og Norðfirði aðstoða björgunarsveitina Ársól á Reyðarfirði við aðgerðirnar. Maðurinn er fastur í 20 til 30 metra hæð.

Ekki er hægt að nota vinnulyftur á svæðinu til að ná honum niður þar sem vindhraði er um 25 metrar á sekúndu. Einnig þykir of hvasst til að hægt sé að nýta körfubíl slökkviliðisins. Maðurinn var við vinnu í mastrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×