Innlent

Kortaútsala framundan hjá Landmælingum Íslands

Landmælingamenn við störf.
Landmælingamenn við störf.

Landmælingar Íslands munu selja lager sinn af prentuðum kortum og öðrum vörum á næstu vikum. Vefútgáfa héraðsblaðsins Skessuhorns greinir frá þessu. LMÍ munu síðan hætta að selja kortagögn, í samræmi við ný lög sem taka gildi um áramótin. Forstjóri Landmælinga segir stofnunina þar með missa stóran spón úr sínum aski.

Nýju lögin voru samþykkt í vor vegna árekstra einkafyrirtækja og stofnunarinnar sem samkeppnisyfirvöld bentu á að væru óviðunandi.

Skessuhornið hefur eftir Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra Landmælinga Íslands, að LMÍ verði af 25-30 milljónum króna á ári og að tekjumissirinn sé aðeins að hluta bættur í fjárlögum.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×