Prófkjörið kostaði 80-90 milljónir 30. október 2006 19:13 Kostnaður, vegna prófkjörs frambjóðenda í nýloknu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, er talinn nema áttatíu til níutíu milljónum króna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki síður ríkari ástæðu til þess að beina sjónum sínum að prófkjörskostnaði en fjármálum stjórnmálaflokkanna. Erfitt er að henda reiður á kosnaði við prófkjör Sjálfstæðismanna sem lauk um helgina enda aðins einn sem hefur gefið upp tölu. Það er Pétur Blöndal sem segist einungis hafa notað tvær komma sjö milljónir króna í sína baráttu. Hann uppskar minnst af þeim sem börðust um efstu sæti - og eyddu meira. Fréttastofa hefur rætt við nokkra sjóaða menn í auglýsingageiranum, frambjóðendur sjálfa og þá sem að þeim stóðu í tilraun til að meta heildarkostnað við prófkjörið. Niðurstaðan verður varla talin hávísindaleg en þó er merkilegt hversu líkar tölur eru nefndar af þeim sem hafa puttan á púlsinum. Þannig er talið að Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarsson hafi verið með dýrustu baráttuna og hafi hún kostað 12- 14 milljónir króna. Guðfinna, Illugi og Ásta hafi varið átta til níu milljónum. Birgir og Sigurður Kári sex til sjö - Dögg Pálsdóttir og sigríður Andersen fjórar til fimm. Miðað við þessa óvísindalegu nálgun leggst heildarkostnaður við prófkjörið á ríflega áttatíu milljónir króna - og þetta er fé sem kemur að litlu leyti úr eigin vasa frambjóðenda. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir athyglisvert í umræðu um fjármál stjórnmálaflokkana að prófkjörskosnaði hafi verið lítill gaumur gefin. það sé þó að mörgu leyti brýnna að beina sjónum að þessum þætti fjármögnunar stjórnmálastarfs en að fjármögnun flokkana sjálfra. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Kostnaður, vegna prófkjörs frambjóðenda í nýloknu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, er talinn nema áttatíu til níutíu milljónum króna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki síður ríkari ástæðu til þess að beina sjónum sínum að prófkjörskostnaði en fjármálum stjórnmálaflokkanna. Erfitt er að henda reiður á kosnaði við prófkjör Sjálfstæðismanna sem lauk um helgina enda aðins einn sem hefur gefið upp tölu. Það er Pétur Blöndal sem segist einungis hafa notað tvær komma sjö milljónir króna í sína baráttu. Hann uppskar minnst af þeim sem börðust um efstu sæti - og eyddu meira. Fréttastofa hefur rætt við nokkra sjóaða menn í auglýsingageiranum, frambjóðendur sjálfa og þá sem að þeim stóðu í tilraun til að meta heildarkostnað við prófkjörið. Niðurstaðan verður varla talin hávísindaleg en þó er merkilegt hversu líkar tölur eru nefndar af þeim sem hafa puttan á púlsinum. Þannig er talið að Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarsson hafi verið með dýrustu baráttuna og hafi hún kostað 12- 14 milljónir króna. Guðfinna, Illugi og Ásta hafi varið átta til níu milljónum. Birgir og Sigurður Kári sex til sjö - Dögg Pálsdóttir og sigríður Andersen fjórar til fimm. Miðað við þessa óvísindalegu nálgun leggst heildarkostnaður við prófkjörið á ríflega áttatíu milljónir króna - og þetta er fé sem kemur að litlu leyti úr eigin vasa frambjóðenda. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir athyglisvert í umræðu um fjármál stjórnmálaflokkana að prófkjörskosnaði hafi verið lítill gaumur gefin. það sé þó að mörgu leyti brýnna að beina sjónum að þessum þætti fjármögnunar stjórnmálastarfs en að fjármögnun flokkana sjálfra.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira