Innlent

Bandaríkjamenn segja hvalaákvörðun Íslendinga vonbrigði

Carlos M. Gutierrez, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna
Carlos M. Gutierrez, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna MYND/U.S. State Department

Bandaríkjamenn hafa opinberlega brugðist við ákvörðun Íslendinga um að hefja á ný atvinnuveiðar á hval. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Carlos M. Gutierrez, segir að ákvörðunin valdi vonbrigðum og að Íslendingar stefni í ranga átt í málinu. ´

"Íslendingar telja sig óbundna af hvalveiðibanni alþjóða hvalveiðisáttmálans. Við mótmælum því," segir Gutierrez í yfirlýsingunni.

Í opinberri yfirlýsingu ráðherrans um málið segir líka að Bandaríkjamenn muni skoða málið með öðrum þjóðum sem málið varðar til að kanna leiðir til að vernda hvali og umhverfið. Ennfremur er haft eftir fulltrúa Bandaríkjamanna í Alþjóða hvalveiðiráðinu, Dr. Bill Hogarth, að þetta muni valda frekari klofningi innan Alþjóðahvalveiðiráðsins og hamla framþróun þess þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×