Innlent

Eiturlyf á 20 mínútum

Einungis 20 mínútur tekur að verða sér úti um eiturlyf á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Eitt símtal er nóg, en tálbeitan sem þáttarstjórnendur notuðu var sextán ára og þekkti sölumanninn ekki neitt. Í þættinum kom fram að 28% unglinga í 10. bekk hafir orðið ölvaðir á síðustu 30 dögum. Þá kom einnig fram að unglingar, allt niður í 11 ára neyta fíkniefna. Einn viðmælendanna sagði að ekki óalgengt að karlmenn væru til í að sofa hjá stúlkum í skiptum fyrir dóp.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×