Innlent

Veiðisvæði rjúpu í Borgarfjarðarsýslu kortlögð

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun, 15. október.
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun, 15. október.
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun.

Helstu veiðisvæði rjúpunnar í uppsveitum Borgarfjarðarsýslu hafa verið kortlögð þar sem hægt er að sjá hvar er leyfilegt að skjóta og hvar ekki. Kortið er gefið út af Hlunnindafélagi Borgarfjarðarsýslu sem var stofnað um nýtingu skotveiðihlunninda. Á kortinu er tilgreind landnýting, hvort viðkomandi svæði eða jörð sé friðuð og hvort landeigendur sjálfir nýta það til skotveiði eða leigi út. Snorri Jóhannesson á Augastöðum er formaður hlunnindafélagsins.

Þetta kom fram á Skessuhorni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×