Innlent

200 börn á biðlista eftir frístundaheimili

Sextíu og þrjú börn eru á biðlista eftir frístundaheimili í Grafarvogi einum en 200 börn í höfuðborginni allri. Nú er þörf fyrir athafnastjórnmál, segir fulltrúi Samfylkingar í Hverfisráði Grafarvogs sem furðar sig á því sinnuleysi sem borgaryfirvöld sýna börnum og foreldrum.

Um 16 manns vantar í vinnu á frístundaheimilin í Grafarvogi. Dofri Hermannsson fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Grafarvogs segir mörg dæmi þess að foreldrar séu í vandræðum vegna manneklunnar.

Dofri segist þó ekki síst hafa áhyggjur af foreldrum barna sem þurfi sérstakan stuðning vegna þroskafrávika eða fötlunar en í gær skrifaði sérkennari í Hamraskóla í Fréttablaðið og gagnrýndi að þremur einhverfum börnum hefði nú í vetur verið synjað um pláss á frístundaheimilinu. Svipaður biðlistavandi var í fyrra og þá voru launin hækkuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×