Innlent

Kanadísk menningarhátíð í Gerðasafni

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, setti kanadíska menningarhátíð í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni í dag að viðstöddum forseta Íslands. Anna Blauveldt, sendiherra Kanada á Íslandi, flutti ávarp. Forseti Íslands opnaði þrjár myndlistarsýningar í Gerðarsafni, þar sem teflt er saman list kanadísku frumbyggjanna, indíána og inúíta, og hinni vestrænu hefð. Hátíðin stendur til 22. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×