Innlent

Mikill fjöldi í áheyrnarprufur

Mikill fjöldi fólks á öllum aldri var mættur í áheyrnarprufur fyrir X-factor á Hótel Nordica snemma í morgun. X-factor er hæfileika- og söngkeppni fyrir einstaklinga og sönghópa sem verður á dagskrá Stöðvar2 í vetur. Dómarar keppninnar, þau Einar Bárðarson, Páll Óskar og Ellý í Q4U velja þátttakendur úr hópnum og þeir sem þykja standa sig best verða að líkindum orðnir heimilisvinir með vorinu. Áheyrnarprufunum verður framhaldið á morgun og geta áhugasamir skráð sig á xfactor.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×