Innlent

Fundað á Bessastöðum um loftslagsbreytingar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir tækifæri fólgin í baráttu gegn loftslagsbreytingum og að hún þurfi ekki að vinna gegn efnahagi. Þetta sagði hann á fundi um aðgerðir gegn þróuninni á Bessastöðum skömmu fyrir hádegi.

Forystumenn úr alþjóðlegu viðskiptalífi eru komir hingað til lands til að funda um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Þeir hittustu á Bessastöðum í boði forsetans, en frumkvæði að fundinum eiga Young Global Leaders sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu.

Um 70 manns eru komnir til landsins til að funda en samráðsfundurinn hófst á fimmtudag og lýkur á morgun.

Fundargestirnir koma úr alþjóðlegu viðskiptalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum sem eiga það sameiginlegt að beita sér í umhverfismálum.

Auk forseta Íslands taka tveir Íslendingar þátt í fundinum, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður og Ólafur Elíasson myndlistarmaður.

Ólafur Ragnar sagðist ánægður með fundinn með unga forystufólkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×