Erlent

Ban verður eftirmaður Annans

Ban Ki-moon og Kofi Annan heilsast í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í gær.
Ban Ki-moon og Kofi Annan heilsast í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í gær. MYND/AP

Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna mun hittast á morgun og skipa Ban Ki-moon utanríkisráðherra Suður Kóreu í embætti næsta aðalritara Sameinuðu Þjóðanna.

Tæpir þrír mánuðir eru þangað til Ban tekur við stjórn af Kofi Annan sem lætur af störfum 1. janúar næstkomandi eftir tíu ár í embættinu. Hann sagði fréttamönnum að hann væri þakklátur fyrir hvatningu og stuðning sem hann hefði fengið og hann myndi stefna að því að gera Sameinuðu þjóðirnar skilvirkari, árangursríkari og betur tengda málefnum og viðfangsefnum tuttugustu og fyrstu aldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×