Erlent

10 létust í lestarslysi í Frakklandi

MYND/AP

Að minnsta kosti 10 manns létust og tuttugu slösuðust í lestarslysi í Frakklandi í dag þegar farþegalest lenti í árekstri við vöruflutningalest sem kom úr gagnstæðri átt.

Áreksturinn varð kl. 10.45 að íslenskum tíma í Zoufftgen í Norð-austurhluta landsins. Farþegalestin var á leið frá Lúxemborg til Nancy og hafði skipt um lestarteina, þar sem verið var að gera við teinana sem lestin átti að vera á.

Sumir hinna slösuðu voru fastir í flakinu og þurfti að klippa þá út. BBC segir frá

AP
AP
AP
Forsætisráðherra Frakklands Dominique de Villepin fyrir miðju og forsætisráðherra Lúxemborgar Jean-Claude Juncker, til vinstri.AP
Forsætisráðherra Frakklands Dominique de Villepin fyrir miðju og forsætisráðherra Lúxemborgar Jean-Claude Juncker, til vinstri.AP
ENEX
ENEX
Frá slysstaðENEX



Fleiri fréttir

Sjá meira


×