Erlent

Íranar halda sig við kjarnorkuáætlun

Íranar hafa tilkynnt að þeir muni ekki hverfa frá umdeildri kjarnorkuáætlun sinni.

Í gær staðfesti forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, áætlunina sem hann sagði vera í friðsamlegum tilgangi. Íran hafnaði kröfum öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna í lok ágúst að hætta auðgun úrans eða taka afleiðingunum. Ayatollah Khamenei sagði ríkissjónvarpi Íran að stefnan væri að ná árangri og réttur þjóðarinnar væri að hörfa ekki frá fyrirætlunum með auðgun úrans vegna þrýstings.

Íranar hafa ekki tekið þátt í viðbrögðum alþjóðasamfélagsins gegn Norður Kóreumönnum, en hafa skellt skuldinni á Bandaríkin.

Margir sérfræðingar telja kjarnorkutilraunina á mánudag hvetja Írani að halda sínu striki, sérstaklega ef Bandaríkjamönnum tekst ekki að fá samhljóma álit í öryggisráðinu hvernig bregðast skuli við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×