Erlent

Neyðarástand vegna flóða í Grikklandi

Miklar rigningar hafa orsakað skyndiflóð víða í Grikklandi síðasta sólarhringinn. Gríska ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi, en hundruð húsa hafa eyðilagst í flóðunum.

Brýr og vegir í mörgum héruðum norður og miðhluta landsins hafa eyðilagst og járnbrautarteinar skolast burt og einangrað þannig fjölda íbúa við borgina Volos.

Björgunarsveitir hafa víða þurft að hverfa frá á landi og geta einungis bjargað fólki með þyrlum. Slæm veðurspá og stormviðvörun með tilheyrandi rigningu eykur enn á slæmt ástand, en nú þegar hefur úrkoma á einum sólarhring í Þessalóníku jafnast á við meðal úrkomu októbermánaðar.

Einungis tveir mánuðir eru liðnir síðan svæðið varð fyrir miklum skógareldum sem eyðilögðu um fimmtíu þúsund hektara lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×