Erlent

Rútuslys í Guatemala

Fjöldi fólks fylgdist með björgunaraðgerðum við rútuflakið.
Fjöldi fólks fylgdist með björgunaraðgerðum við rútuflakið. MYND/AP

Að minnsta kosti fjörtíu og tveir eru látnir, þar af sex börn, eftir rútuslys í norðurhluta Guatemala í dag. Rútan gjöreyðilagðist þegar hún fór út af veginum og rann niður 300 metra fjallshlíð. Hún var á leið frá borginni Huehuetenango, sem er nálægt landamærunum að Mexíkó, til Barillas. Fjórtíu og sjö farþegar voru í rútunni en aðeins fimm komust lífs af.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×