Erlent

Sprengingin fordæmd alls staðar

Kona í Seoul les fréttirnar
Kona í Seoul les fréttirnar MYND/AP

Þjóðarleiðtogar hafa fordæmt kjarnorkutilraun N-Kóreu. Sprengjan sprakk hálftíma áður en forsætisráðherra Japan lenti í Seoul , þar sem hann ræðir við forsætisráðherra Suður Kóreu um málið. Kallað hefur verið til neyðarfundar hjá þjóðaröryggisráði Suður Kóreu og herafli landsins settur á hæsta viðbúnaðarstig.

Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins sagði að Bandaríkjastjórn færi fram á að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna bregðist strax við þessari tilefnislausu tilraun. Í gær tilkynntu Kína- og Japansstjórnir að löndin myndu ekki þola slíka tilraun, en Kínastjórn sendi frá sér óvenju harðorða tilkynningu til bandamanna sinna og lét í ljós einbeitta andstöðu við tilraunina.

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands fordæmir tilraunina og segir hana algjörlega ábyrgðarlausa. Bandaríkjastjórn hefur enn ekki brugðist við opinberlega, en í síðustu viku sagði Christopher Hill, fulltrúi Bandaríkjamanna í samningaviðræðunum, að Norður Kórea yrði að velja á milli þess að eiga kjarnavopn, eða framtíð. Það gæti ekki átt bæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×