Norður Kóreumenn gerðu tilraun með kjarnavopn í morgun 9. október 2006 06:56 Suður Kóreubúar horfa á útsendingu frá kjarnorkutilraun Norðanmanna á lestarstöð í Seoul. MYND/AP Norður Kóreumenn sprengdu kjarnorkusprengju neðanjarðar í norðurhluta landsins klukkan rúmlega 1:30 að íslenskum tíma, þrátt fyrir hörð mótmæli alþjóðasamfélagsins. Norður Kóreska ríkisfréttastofan hefur tilkynnt að kjarnorkutilraunin hafi gengið vel og að ekki hafi orðið vart við leka á geislavirkum efnum. Suður-Kóreskur embættismaður sagði að skjálfti upp á þrjá komma sex á richter hefði mælst klukkan rúmlega hálf tvö að íslenskum tíma. Hann hafi ekki verið af eðlilegum orsökum. Kallað hefur verið til neyðarfundar hjá þjóðaröryggisráði Suður Kóreu og herafli landsins settur á hæsta viðbúnaðarstig. Í gær tilkynntu ríkisstjórni Kína og Japan að löndin myndu ekki þola slíka tilraun. Bandarísk herflugvél sem búin er sérstökum geislavirkni-mælibúnaði sást fara frá herflugvelli í Japan eftir að tilkynnt var um tilraunina. Japanskar herflugvélar fóru einnig á loft frá Okinawa eftir tilkynninguna. Norður Kóreumenn sögðu tilraunina sögulega og hún hafi fært þjóðinni og hernum gleði. Hún myndi stuðla að friði og stöðugleika á Kóreuskaga og nágrenni. Norður Kóreumenn drógu sig út úr milliríkjasamkomulagi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna árið 2003 eftir að bandarískir embættismenn ásökuðu þá um leynilega kjarnorkuáætlun, í trássi við samkomulag milli landanna. Norður Kóreumenn hafa neitað að taka þátt í viðræðum síðast liðið ár sem stuðla áttu að því að fá þá til að hætta við tilraunina. Forsætisráðherra Japan fór til Suður Kóreu til viðræðna við ráðamenn þar vegna sprengjunnar. Bandaríkjamenn hafa ekki brugðist við opinberlega, en í síðustu viku sagði Christopher Hill, fulltrúi Bandaríkjamanna í samningaviðræðunum, að Norður Kórea yrði að velja á milli þess að eiga kjarnavopn, eða framtíð, það gæti ekki átt bæði. Fréttir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Norður Kóreumenn sprengdu kjarnorkusprengju neðanjarðar í norðurhluta landsins klukkan rúmlega 1:30 að íslenskum tíma, þrátt fyrir hörð mótmæli alþjóðasamfélagsins. Norður Kóreska ríkisfréttastofan hefur tilkynnt að kjarnorkutilraunin hafi gengið vel og að ekki hafi orðið vart við leka á geislavirkum efnum. Suður-Kóreskur embættismaður sagði að skjálfti upp á þrjá komma sex á richter hefði mælst klukkan rúmlega hálf tvö að íslenskum tíma. Hann hafi ekki verið af eðlilegum orsökum. Kallað hefur verið til neyðarfundar hjá þjóðaröryggisráði Suður Kóreu og herafli landsins settur á hæsta viðbúnaðarstig. Í gær tilkynntu ríkisstjórni Kína og Japan að löndin myndu ekki þola slíka tilraun. Bandarísk herflugvél sem búin er sérstökum geislavirkni-mælibúnaði sást fara frá herflugvelli í Japan eftir að tilkynnt var um tilraunina. Japanskar herflugvélar fóru einnig á loft frá Okinawa eftir tilkynninguna. Norður Kóreumenn sögðu tilraunina sögulega og hún hafi fært þjóðinni og hernum gleði. Hún myndi stuðla að friði og stöðugleika á Kóreuskaga og nágrenni. Norður Kóreumenn drógu sig út úr milliríkjasamkomulagi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna árið 2003 eftir að bandarískir embættismenn ásökuðu þá um leynilega kjarnorkuáætlun, í trássi við samkomulag milli landanna. Norður Kóreumenn hafa neitað að taka þátt í viðræðum síðast liðið ár sem stuðla áttu að því að fá þá til að hætta við tilraunina. Forsætisráðherra Japan fór til Suður Kóreu til viðræðna við ráðamenn þar vegna sprengjunnar. Bandaríkjamenn hafa ekki brugðist við opinberlega, en í síðustu viku sagði Christopher Hill, fulltrúi Bandaríkjamanna í samningaviðræðunum, að Norður Kórea yrði að velja á milli þess að eiga kjarnavopn, eða framtíð, það gæti ekki átt bæði.
Fréttir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira