Innlent

Hálslón nálgast stærð Elliðavatns

Hálslón hefur stækkað hratt síðastliðinn sólarhring og nálgast nú stærð Elliðavatns. Einn komma tveir ferkílómetrar lands eru þegar komnir á kaf í lónið. Ómar Ragnarsson, sem vinnur að kvikmynd um atburðarásina, segir margar náttúrugersemar hafa farið undir vatn í dag.

33 klukkustundir eru nú liðnar frá því áin var stífluð og síðan hefur vatnsborðið hækkað um 45 metra. Um næstu áramót er áætlað að lónsdýptin verði orðin 95 metrar en hún fer svo í 170 metra næsta sumar.

Lónið var dag orðið 1,2 ferkílómetrar að flatarmáli, og vantar lítið á að það nái stærð Elliðavatns, sem er 1,8 ferkílómetrar. Og Ómar ætla að sjá til þess að allt þetta ferli verði varðveitt á kvikmynd.

Rennsli Jöklu við neðstu bæi á Jökuldal er komið niður í einn sjötta þess sem það var í gærmorgun, áður en tappinn var settur í. Rennslið í dag um þrjátíu rúmmetrar á sekúndu. Í fyrradag var rennslið í ánni þar um 180 rúmmetrar á sekúndu. Bændur í dalnum segjast hins vegar vera fegnir að losna við hættulegt foráttufljót og fá í staðinn fallega bergvatnsá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×