Erlent

Fráfarandi forsætisráðherra Japans boðið til Taívans

Koizumi kvaddi starfsmenn forsætisráðherrabústaðarins á þriðjudaginn. Shinzo Abe tekur við embættinu.
Koizumi kvaddi starfsmenn forsætisráðherrabústaðarins á þriðjudaginn. Shinzo Abe tekur við embættinu. MYND/AP

Forseti Taívans hefur boðið Junichiro Koizumi, sem lét af embætti forsætisráðherra Japans í vikunni, í opinbera heimsókn til eylandsins. Þiggi hann boðið reiðast kínversk yfirvöld, sem þegar hafa varað Japani við því að hafa of mikil samskipti við taívönsk stjórnvöld.

Boð kom frá Taívan fyrirvaralaust í gær þar sem forsætisráðherranum fráfarandi var boðið að vera við opnunarathöfn, sem virtist skipulögð af þessu tilefni. Verið var að opna hraðlestarleið sem notar japanska tækni.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins minnti enn á í morgun að kínversk yfirvöld eru mjög á móti nokkurri hreyfingu í átt til sjálfstæðis Taívans og báðu Japani um að vera meðvitaðir um það. Kínverjar líta á Taívan sem órjúfanlegan hluta af kínverska ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×