Erlent

Krani féll á blokk í Battersea í London

Kraninn féll um koll og olli talsverðum skemmdum.
Kraninn féll um koll og olli talsverðum skemmdum. MYND/AP

Mildi þykir að ekki fór verr þegar 50 metra hár byggingarkrani hrundi á íbúðarblokk í suðvesturhluta Lundúna í gær. Kraninn var við störf nærri Battersea rafstöðinni, á bökkum Thames-árinnar. Tveir menn létust, stjórnandi kranans og annar, sem ekki er talinn hafa verið starfsmaður við bygginguna.

Þriðji maðurinn var færður á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Íbúar í nærliggjandi húsum höfðu áður lýst áhyggjum sínum af því að stórvirkar vinnuvélar væru að störfum svo nærri íbúðarhúsnæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×