Erlent

Hvetja Evrópubúa til að borða minna af fiski

Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru nú að hefja herferð þar sem Evrópubúar verða hvattir til að borða minni fisk. Með þessu segjast samtökin ætla að berjast gegn ofveiði sem ógni ýmsum fiskstofnum. Samtökin segja að of mikið af fiski á evrópskum markaði sé afurð sjóræningjaveiða eða sé landað fram hjá vigt.

Eitt helsta fórnarlambið segja samtökin vera skarkola, þar sem umtalsverðu magni af undirmálsfiski sé hent áður en skipið kemur að landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×