Innlent

Reykvíkingum frjálst að eiga hunda á ný

Hundahald verður að öllum líkindum leyfilegt á ný í Reykjavík innan skamms eftir að þessum besta vini mannsins hefur verið úthýst í 82 ár. Umhverfisráð boðar í staðinn hert viðurlög gegn þeim sem brjóta gegn reglum um hundahald.

Umhverfisráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínu í gær að leyfa hundahald á ný í Reykjavík en hingað til hefur þurft undanþáguleyfi til þess að eiga hund. Ef borgarstjórn samþykkir einnig tillöguna verður 82ja ára banni við hundahaldi aflétt.

Milli 15 og 16 hundruð hundar eru nú á slíkum undanþáguleyfum í Reykjavík og fer þeim sífellt fjölgandi, samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði.

Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs segir að enn muni þó gilda strangar reglur um hundahald í borginni og allir hundar verði eftir sem áður að vera í ól nema á sérstaklega afmörkuðum opnum svæðum, líkt og í Geldinganesi. Viðurlög við brotum á þessum reglum verða þó hert, til dæmis ef fólk hreinsar ekki upp eftir hundana sína og hefur Gísli haft samband við lögreglustjóra um nánara samstarf í þeim efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×