Innlent

Regnbogabörn opna nýja heimasíðu

Regnbogabörn, samtök áhugafólks um eineltismál, opnuðu heimasíðu í dag kl. 16:00. Heimasíðunni er sérstaklega beint til barna og er hugsuð sem forvarnartæki gegn einelti.

Stefán Karl Stefánsson, leikari opnaði formlega nýju heimasíðu Regnbogabarna í Kringlubíói. Stefán stofnaði samtökin árið 2002 þar sem hann lenti sjálfur í einelti á yngri árum og vill varna því að aðrir verði fyrir barðinu á því. Um hundrað börn mættu til að vera viðstödd og var þeim einnig boðið á frumsýningu myndarinnar Maurahrellirinn eða Ant bully, sem er mynd um áhrif eineltis og kennir börnum að stríða ekki öðrum.

Heimasíðan er hugsuð sem forvarnartæki gegn einelti og er sérstaklega beint til barna en áður var innihald síðunnar frekar fyrir foreldra og kennara. Á heimasíðunni geta börn og fullorðnir lesið sér til um einelti og hvert skuli leita ef grunur leikur á að einelti eigi sér stað. Aðal nýjungin á síðunni eru teiknimyndir, sem fjalla um mismunandi birtingarform eineltis og svara börnin spurningum í lok hverrar teiknimyndar. Einnig er spjall á vefnum þar sem krakkar geta spjallað sín á milli og hægt er að senda pósta inn með fyrirspurnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×