Innlent

Sprengingar í efnamóttöku Sorpu

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli vegna sprengingar í efnamóttöku Sorpu í Gufunesi. Búið er að loka svæðinu, en töluverðan reyk leggur frá svæðinu. Allir starfsmenn efnamóttöku Sorpu komust út heilu og á höldnu eftir sprengingarnar urðu. Slökkviliðið er að störfum og verið er að kanna ástandið. Lögreglan telur ekki ástæðu til að rýma íbúðarbyggð í Grafarvogi.

Slökkviðliðið telur að búið sé að slökkva eldinn en eftir skoða svæðið með eiturefnamælum til að ganga úr skugga um að engin eiturefni séu á svæðinu. Ekki er búið að útloka sprengihættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×