Erlent

Íranar vilja ræða um kjarnorkuáætlunina

Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, t.v. og forsætisráðherra Egyptalands, Hosni Mubarak, t.h. á blaðamannafundi í Egyptalandi.
Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, t.v. og forsætisráðherra Egyptalands, Hosni Mubarak, t.h. á blaðamannafundi í Egyptalandi. MYND/AP

Íranar eru tilbúnir til viðræðna um að falla frá umdeildri kjarnorkuáætlun sinni. Utanríkisráðherra Írans tilkynnti þetta í dag en bætti við að hvað sem öllum viðræðum liði, þá sæju Íranar sér enn ekki góða ástæðu til að falla frá áætlun um auðgun úrans.

Aðalviðsemjandi Írans í kjarnorkumálum sagði hins vegar í dag að Íranar myndu fela kjarnorkuver sín, eins og þeim sé heimilt að gera samkvæmt alþjóðakjarnorkusáttmálanum. Íranar munu svara endanlega þann 22. ágúst næstkomandi hvort þeir hyggist taka boði sex stórríkja um gylliboð gegn því að hætta auðgun úrans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×