Erlent

Og þær hamla henni ekki við dagleg störf !

Lee Redmond, - væri með lengri neglur ef hún hefði ekki stigið á þær og brotið þær!
Lee Redmond, - væri með lengri neglur ef hún hefði ekki stigið á þær og brotið þær! MYND/AP

Lee Redmond í Utah er komin í heimsmetabók Guinness, ekki af neinum ásetningi, heldur datt henni bara í hug að hætta að klippa á sér neglurnar. Það var árið 1979 og nú 27 árum síðar er hún með lengstu neglur í heimi.

Þær lafa tæpa 84 sentimetra niður fyrir fingurgómana á henni og væru enn lengri, segir Lee, ef hún hefði ekki stigið á þær og brotið. Lee segir þetta samt ekki há sér hið minnsta við dagleg störf. Að auki fylgi þessu fríðindi eins og þau að fá sæti á fyrsta farrými í flugvélum til þess að hafa pláss fyrir neglurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×