Erlent

Hátt í 200 fallnir í átökum á Sri Lanka í dag

Stjórnarherinn á Sri Lanka ræðst nú gegn Tamíltígrum á Sri Lanka með auknu afli. Heryfirvöld áætla að yfir 150 tígrar hafi látið lífið í átökum hersins og skæruliða á Jaffna-skaganum í norðurhluta landsins í morgun. Átök halda einnig áfram á austurströndinni, meðal annars í Batticaloa og fyrir ströndum Trincomalee.

Herferð stjórnarhersins gegn Tamíltígrunum er því að víkka út því hún var til skamms tíma bundin við norðausturhorn eyjarinnar. Á mánudag kemur Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs til fundar við Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra um framtíð norræna eftirlitsins á Sri Lanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×