Innlent

Papeyin vélarvana skammt frá Grindavík

Brunnbáturinn Papey, sem er 150 tonn að stærð með þriggja manna áhöfn, missti vélarafl þegar hann átti skammt ófarið til Grindavíkur undir morgun með farm af lifandi laxi austan af Fjörðum. Skipverjar óskuðu eftir aðstoð og var björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík sent til móts við þá, en þeim tókst að koma vélinni aftur í gang.

Hún gekk þó treglega, en nóg til þess að báturinn komst fyrir eigin vélarafli inn til Grindavíkur á sjöunda tímanum, en björgunarskipið fylgdi honum til öryggis.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×