Liverpool með bestan árangur allra liða 24. júlí 2006 17:54 Hér má sjá þá Ronnie Rosenthal, Ian Rush, Ronnie Whelan, Alan Hansen og John Barnes hjá Liverpool fagna deildarmeistaratitlinum árið 1990 NordicPhotos/GettyImages Breska blaðið The Times birtir í dag úttekt á árangri liða í efstu deild frá því deildarkeppni hófst árið 1888. Þar kemur fram að Liverpool er sigursælasta liðið í sögu deildarinnar, nokkuð á undan erkifjendum sínum Manchester United. Arsenal vermir þriðja sætið. Í úttektinni er tekið mið af árangri liða frá stofnun deildarkeppninnar og þrjú stig gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Liverpool hefur unnið enska meistaratitilinn oftar en nokkuð annað félag - 18 sinnum. Liðið hefur fengið 5927 stig út úr 3643 leikjum - eða 1,63 stig að meðaltali í leik. Manchester United er í öðru sæti þegar tekið er mið af þessari sömu úttekt. Liðið hefur unnið enska meistaratitilinn 15 sinnum og hefur hlotið 5337 stig úr 3287 leikjum, sem gerir 1,62 stig að meðaltali í leik. Arsenal er í þriðja sæti með 13 titla, 5780 stig úr 3643 leikjum og 1,59 stig að meðaltali í leik. Leeds United hefur aðeins spilað 2063 leiki í efstu deild, en er með fjórða besta árangurinn - 1,48 stig. Þá kemur Aston Villa með 1,47, Everton 1,47, Tottenham 1,44, Newcastle 1,43, Wolves 1,42 og Burnley er í 10. sætinu mðe 1,41 stig að meðaltali í leik. Tvöfaldir Englandsmeistarar Chelsea eru aðeins í 14. sæti listans með 1,39 stig að meðaltali og til gamans má geta að liðið þyrfti að hala inn yfir 90 stig á hverju einasta tímabili næstu 23 árin til að toppa frábæran árangur Liverpool um stig að meðaltali í leik. Að lokum er gaman að geta þess að Everton hefur spilað flesta leiki allra liða í efstu deild eða 4027 leiki, Liverpool hefur unnið flesta leiki eða 1674 og Everton hefur gert flest jafntefli (987) og tapað flestum leikjum (1402) í sögu efstu deildar, enda eitt elsta liðið í sögu ensku knattspyrnunnar. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira
Breska blaðið The Times birtir í dag úttekt á árangri liða í efstu deild frá því deildarkeppni hófst árið 1888. Þar kemur fram að Liverpool er sigursælasta liðið í sögu deildarinnar, nokkuð á undan erkifjendum sínum Manchester United. Arsenal vermir þriðja sætið. Í úttektinni er tekið mið af árangri liða frá stofnun deildarkeppninnar og þrjú stig gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Liverpool hefur unnið enska meistaratitilinn oftar en nokkuð annað félag - 18 sinnum. Liðið hefur fengið 5927 stig út úr 3643 leikjum - eða 1,63 stig að meðaltali í leik. Manchester United er í öðru sæti þegar tekið er mið af þessari sömu úttekt. Liðið hefur unnið enska meistaratitilinn 15 sinnum og hefur hlotið 5337 stig úr 3287 leikjum, sem gerir 1,62 stig að meðaltali í leik. Arsenal er í þriðja sæti með 13 titla, 5780 stig úr 3643 leikjum og 1,59 stig að meðaltali í leik. Leeds United hefur aðeins spilað 2063 leiki í efstu deild, en er með fjórða besta árangurinn - 1,48 stig. Þá kemur Aston Villa með 1,47, Everton 1,47, Tottenham 1,44, Newcastle 1,43, Wolves 1,42 og Burnley er í 10. sætinu mðe 1,41 stig að meðaltali í leik. Tvöfaldir Englandsmeistarar Chelsea eru aðeins í 14. sæti listans með 1,39 stig að meðaltali og til gamans má geta að liðið þyrfti að hala inn yfir 90 stig á hverju einasta tímabili næstu 23 árin til að toppa frábæran árangur Liverpool um stig að meðaltali í leik. Að lokum er gaman að geta þess að Everton hefur spilað flesta leiki allra liða í efstu deild eða 4027 leiki, Liverpool hefur unnið flesta leiki eða 1674 og Everton hefur gert flest jafntefli (987) og tapað flestum leikjum (1402) í sögu efstu deildar, enda eitt elsta liðið í sögu ensku knattspyrnunnar.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira