Erlent

Mótmælendur krefjast þess að Aristide fái að koma til Haíti

MYND/AP

Þúsundir krefjast þess að Aristide fyrrverandi forseti Haiti fái að snúa aftur til heimalands síns eftir að hafa flúið Haíti þegar honum var steypt af stóli fyrir tveimur árum síðan. Núverandi forseti Haíti, Rene Préval, hefur sagt að það sé ekki útilokað að Aristide fái að snúa aftur til eyrikisins en ráðamenn í Bandaríkjunum segja þetta óráðlegt þar sem það myndi kynda undir óróleika í landinu.

Aristide flúði Haíti þegar vopnuð uppreisn braust út í landinu fyrir tveimur árum síðan og dvelur hann nú í Suður-Afríku. Mótmælendur kröfðust þess einnig að pólitískum föngum, sem teknir voru höndum í stjórnartíð Gerard Latortue eftir að Aristide flúði, yrði sleppt. Préval forseti er undir miklum þrýstingi núna, frá alþjóðasamfélaginu og íbúum Haíti, en blóðugar uppreisnir glæpagengja brutust út í síðustu viku og létust 20 manns í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×